Sálmabók

518. Heilagur andi er til sanns

Trúarlífið - Heilagur andi

hymn notes
1 Heilagur andi er til sanns eitt með föður og syni hans, þó vill hann búa’ í brjósti manns, bústað þar gjöra skaparans. 2 Drottinn, gjör þú vort sinni’ og sál samhljóða við þitt helga mál, mengaða hvöt og heimsins tál hreinsi þíns anda kærleiksbál. 3 Leið þú oss, Guð, og lát oss sjá ljós þitt á jörð og himnum á. Eilífar þakkir þér skal tjá, þríeina guðdómstignin há.


T Aurelius Ambrosius? – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson 1998 – Vb. 2013
Nunc sancte nobis spiritus
L Kempten um 1000 – Erfurt 1524 – Sb. 1589
Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist

Eldra númer 931
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction