Sálmabók

517. Sannleikans andi

Trúarlífið - Heilagur andi

hymn notes
1 Sannleikans andi, lát sannleikans ljós þitt oss skína, send oss í myrkrunum himnesku geislana þína, sannleikans sól, sjálfs Guðs að hátignarstól lát þú oss leiðina sýna. 2 Kærleikans andi, hér kom með þinn sólaryl blíða, kveik þú upp eld þann er hjartnanna frost megi þíða. Breið yfir byggð bræðralag, vinskap og tryggð, lát það vorn lífsferil prýða. 3 Friðarins andi, á friðarins brautir oss leiddu, friða þú hjörtun og sundrunga stormunum eyddu, fær oss þinn frið föður vorn himneskan við, heimför til hans loks oss greiddu. 4 Heilagur andi, þér heilagt bygg musteri' á jörðu, heilagan söfnuð og flekklausan kristnina gjörðu. Heilagra hnoss hlotnast um síðir lát oss Drottins með heilagra hjörðu.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Stralsund 1665 – Halle 1741 – PG 1861
Lobe den Herren, den mächtigen König

Eldra númer 331
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction