Sálmabók

512. Hugur minn, til himna snú

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Hugur minn, til himna snú, lát þú, munnur, lofsöng hljóma, lofgjörð Jesú nafni róma, tunga mín, það tigna þú. Jesú nafn mitt hjarta hrífi, hreki kvíða minn og sorg, glöð og þakklát svo að svífi söngrödd mín að dýrðar borg. 2 Jesú nafn er náðarlind, dýrðlegs frelsis fyrirboði, friðardagsins morgunroði, læknisdómur dýr við synd, styrkur veikum, stoð í þrautum, stjarna vonar hjörtum blíð, himneskt ljós á harmabrautum, heilsa' og líf á dauðatíð. 3 Ég sem fallinn fæddur er hlýt með sorg að segja þetta: Syndari er nafn mitt rétta, sæmra nafn ei sekum ber. En því nauðanafni breytir nafn er sonur Guðs sér tók, Jesú náðarnafn mér veitir, nafn á lífsins ritað bók. 4 Nafnið, Jesú, það er þú vildir hér í heimi bera hugfast mér lát jafnan vera, styrkja veika von og trú. Lát þitt nafn að síðsta svefni svölun andans veita mér, gef það blessað nafn ég nefni nær ég seinast héðan fer.


T Hans A. Brorson 1732 ̶ Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Nu velan, et frejdigt mod / Jesus os til trøst og gavn
L Johan H. Nebelong um 1890
Nu velan, et frejdigt mod

Eldra númer 53
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction