Sálmabók

508. Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða, Kristur, sem birtist oss í þér. Þú hefur föðurhjartað góða, himnanna ríki, opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar, upphaf og takmark veru minnar. 2 Mitt líf í helgum huga þínum hefur þú líknarstöfum skráð, og allt sem býr í barmi mínum bera skal vitni þinni náð svo aftur lýsi elskan bjarta, endurskin þitt, frá lind míns hjarta. 3 Ég dýrka helga hátign þína, himneski vinur, Drottinn minn. Lát trú og verk og vitund mína vegsama kærleiks máttinn þinn og mig um alla eilífð bera anda þíns mót og hjá þér vera.


T Gerhard Tersteegen 1751, 1757 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Ich bete an die Macht der Liebe
L Dimitri Bortnianskij 1822 – Vb. 1946
Ich bete an die Macht der Liebe

Eldra númer 52
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction