Sálmabók

506. Þú kemur, Jesús Kristur, inn

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Þú kemur, Jesús Kristur, inn og kveikir ljósið bjart. Þá hverfur allur ótti minn og efamyrkrið svart. 2 Í næturkyrrð þú kemur nú, eins komstu fyrsta sinn er gafstu hrelldu hjarta trú á helgan kærleik þinn. 3 Þú kemur, gengin gleymist þraut og gróa hjartasár. Með þér ég stenst á brattri braut og brosi gegnum tár. 4 Þú kemur, Jesús kær, um leið fer kvíði' úr hjarta mér því allt mitt hulda æviskeið þá er í hendi þér. 5 En kærust verður koma þín er kvöldar hinsta sinn. Þú leggur aftur augun mín og opnar himin þinn.


T Lilja S. Kristjánsdóttir, 1982 – Vb. 2013
L Jónatan Ólafsson, 1982 – Vb. 2013

Eldra númer 858
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction