Sálmabók

500. Athvarf mitt þú ert, ó, Jesú

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Athvarf mitt þú ert, ó, Jesú, einum treysti' eg þér. Líf og frelsi, ljós og gleði ljær þú mér. 2 Lát mig finna fyrirgefning fætur þína við. Þinni guðdóms gæsku' eg treysti, gef mér frið. 3 Þú mig leiðir, þú mig styður, þér ég fylgi' í trú. Allt sem hjartað heitast þráir hefur þú. 4 Vernda gang minn, góði Jesú, gegnum lífsins stríð. Aðeins þér ég einum treysti ár og síð.


T Frances R. Havergal 1874 – Sigurbjörn Sveinsson, 1931 – Vb. 2013
I Am Trusting Thee, Lord Jesus
L Ethelbert W. Bullinger 1874 – Vb. 2013
BULLINGER / I Am Trusting Thee, Lord Jesus

Eldra númer 859
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction