Sálmabók

5. Er vetrarnóttin nístir lönd

Kirkjuár - Aðventa og jól

hymn notes
1 Er vetrarnóttin nístir lönd og nýtt fer kirkjuár í hönd í von og lotning lítum vér það ljós á jörð sem tendrað er. 2 Þó myrk sé nótt hann með oss er sem mennska hagi valdi sér. Oss boðin færir kertakrans um komu Jesú, ljósið hans. 3 Það enn á ný um foldu fer og flytur mildi Guðs með sér. Hvert kertalog er loforð slíkt að líf vort allt sé honum vígt. 4 Um síðir veröld veg sinn fer. Þá veit oss, Guð, að lifum vér það kirkjuár sem aldrei dvín er eilíft ljós þitt bjartast skín.


T Edvard Evers 1914 – Svein Ellingsen 1957, 1971 – Gunnar M. Sandholt 1985 – Vb. 1991
När vintermörkret kring oss står
L Johann Crüger 1640 – Vb. 1991
Lob sei dem allmächtigen Gott

Eldra númer 557
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction