Sálmabók

499. Heyrðu mig, hjartakær Jesú

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Heyrðu mig, hjartakær Jesú, hlusta' á mitt bænamál. Hjálpa mér að þóknast þér, þjóna af lífi' og sál. 2 Læt ég þig leiða mig, Jesú, lífsins um hálan stig. Náðin þín mun nægja mér, nóg er að trúa á þig. 3 Með þér er gott hér að ganga götuna fram á leið, fela sig inni' í faðmi þér fallvölt um æviskeið. 4 Svo þegar leið minni lýkur, legg upp í hinsta sinn, hvað þá verður mér hvíldin góð, Kristur, við hástól þinn.


T Hugrún (Filippía Kristjánsdóttir) – Vb. 2013
L Ilkka Kuusisto 1978 – Vb. 2013
Kosketa minua Henki

Eldra númer 857
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction