Sálmabók

498. Kristur, mér auk þú enn

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Kristur, mér auk þú enn elsku til þín. Sú er í lotning ljúf löngunin mín. Heyr þetta hjartans mál: Heit verði' í minni sál :,: elskan til þín. :,: 2 Heimsgæðin fánýt fyrr freistuðu mín. Beinist nú bæn og þrá, bróðir, til þín. Óskin mín eina' er sú: Eflist í von og trú :,: elskan til þín. :,: 3 Það sé mín hinst í heim hugbót og þrá, lausnarinn ljúfi, þér lofgjörð að tjá. Aukist er ævin þver enn meir í hjarta mér :,: elskan til þín. :,:


T Elizabeth Prentiss 1856 – Friðrik A. Friðriksson, 1967 – Sb. 1972
More Love to Thee, O Christ
L William H. Doane 1870 – Svb. 1991
More Love to Thee, O Christ

Eldra númer 345
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction