Sálmabók

496a. Gegnum Jesú helgast hjarta

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna' og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. 2 Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig, en hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæskan eilíflig.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 48
L John F. Wade 1743 – Luxemburg 1768 – Sb. 1871
ST. THOMAS (HOLYWOOD) / PANGE LINGUA

Eldra númer 47
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction