Sálmabók

495b. Víst ertu, Jesú, kóngur klár

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. 2 Ó, Jesú, það er játning mín, ég mun um síðir njóta þín þegar þú, dýrðar Drottinn minn, dómstól í skýjum setur þinn. 3 Frelsaður kem ég þá fyrir' þinn dóm, fagnaðarsælan heyri' eg róm. Í þínu nafni útvaldir útvalinn kalla mig hjá sér. 4 Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga' að heimsins sið held ég þar mega jafnast við. 5 Jesú, þín kristni kýs þig nú, kóngur hennar einn heitir þú. Stjórn þín henni svo haldi við, himneskum nái dýrðar frið.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 27
L Kempten um 1000 – Weisse 1531 – Sb. 1589 – SÓ 2015
Skapari stjarna, Herra hreinn / Conditor Alme siderum

Eldra númer 41
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction