Sálmabók

493. Dýrlegi Jesús

Trúarlífið - Jesús Kristur

hymn notes
1 Dýrlegi Jesús, Drottinn allra heima, duftinu klæddur, Guðs einkason, þig vil ég elska, einum þér fylgja, anda míns heilsa, líf og von. 2 Fögur er hlíðin, frítt um völl og haga, fagurt er vorið sem lífgar allt. Jesús er fegri, hærri og hreinni, sem hjartað lífgar snautt og kalt. 3 Blómkrónur anga, brosa móti sólu, barnsaugað tæra þó fegur skín. Blómið mun falla, brestur hvert auga, birtan þín, Jesús, aldrei dvín. 4 Bjartur er máni, blítt skín sól í heiði, blikandi stjarna er hýr að sjá. Skærar þú lýsir, ljós heimsins, Jesús, ljómi Guðs dýrðar himni frá. 5 Fegurð og yndi allt á himni´ og jörðu einum þér hneigir og skín af þér. Hvert sem ég leita, hvað sem ég þrái, hjarta míns gimsteinn vertu mér. 6 Hinst þegar kallið kemur burt af heimi, kannastu við mig og lýstu mér. Síðasta hugsun hjarta míns veri: Heilagi bróðir, dýrð sé þér.


T Þýskur höf. ók. – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Schönster Herr Jesu
L Münster 1677 – Vb. 1991
Schönster Herr Jesu

Eldra númer 54
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction