Sálmabók
491. Öll góð og öll fullkomin gjöf
Trúarlífið - Þakkargjörð fyrir gjafir Guðs
Öll góð og öll fullkomin gjöf er frá þér,
þú gjafarinn eilífi, fyrir mér sér.
Ég meðtek sem ástgjöf hvern einasta verð
með auðmýkt og hjarta míns þakklætisgerð.
T Steinn Sigurðsson fyrir 1940 – Vb. 2013
L Pilgrimsharpan 1862 – JH 1885
Eldra númer 947
Eldra númer útskýring T+L