Sálmabók

484. Ó, Herra Guð, þér heiður ber

Trúarlífið - Þakkargjörð fyrir gjafir Guðs

hymn notes
1 Ó, Herra Guð, þér heiður ber, mitt hjarta lofgjörð flytur þér. Þú annast minn æ hefur hag, þín hönd mig geymdi nótt og dag. 2 Þá réttum vegi veik ég frá og villtist lastabrautir á þín föðurgæska guðdómleg mér greiddi' að nýju réttan veg. 3 Þá huggun þráði hjarta mitt þú huldir stundum auglit þitt. Þó lést þú aldrei einan mig og aftur náð þín birti sig. 4 Ég alla blessun þakka þér sem þinnar líknar vottur er en einkum glaður þakka' eg það að þú sem barn mig tókst þér að.


T Christian F. Gellert, 1757 – Sb. 1801 – Valdimar Briem – Sb. 1886
Du bist´s, dem Ruhm und Ehre gebühret
L Christoph E.F. Weyse 1817 – Sb. 1871
Naar vi i største nød mon staae

Eldra númer 16a
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction