Sálmabók

482. Upp, skepna hver, og göfga glöð

Trúarlífið - Þakkargjörð fyrir gjafir Guðs

hymn notes
1 Upp, skepna hver, og göfga glöð vorn Guð með þakkarfórn, af ástarverkum eilíf röð :,: er öll hans voldug stjórn. :,: 2 Ó, lofið mesta meistarann, þér menn, á hverri tíð, því mikla gjörir hluti hann :,: um heiminn ár og síð. :,: 3 Oss öllum líf og afl og brauð hann óverðskuldað gaf, í líkn á vora leit hann nauð :,: og létti byrðum af. :,: 4 Vor sól og skjöldur æ hann er, vort athvarf, traust og hlíf, vort ljós í dalnum dimma hér, :,: í dauðanum vort líf. :,: 5 Hann opnar helgan himin sinn er heims er lokið vist og sínum þangað safnar inn :,: í samfélag við Krist. :,: 6 Ó, lofum allir, lofum hann, hann lofi rödd og mál, hann lofi allt er lofa kann, :,: hann lofi hjarta' og sál. :,:


T Paul Gerhardt 1647 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Nun danket all und bringet Ehr / Op, alle, som på jorden bor
L Nikolaus Herman 1554 – PG 1878
Lobt Gott, ihr Christen alle gleich

Eldra númer 12
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction