Sálmabók

480. Lof sé þér, Guð, fyrir allt sem er

Trúarlífið - Þakkargjörð fyrir gjafir Guðs

hymn notes
1 Lof sé þér, Guð, fyrir' allt sem er, einkum þá sól er lýsir hér, hallelúja, hallelúja. Systir sú blessuð, björt og hlý, brosir hvern morgun söm og ný. Þökkum Drottins dásemd alla. Hallelúja, hallelúja, hallelúja. 2 Dagurinn heilsar hýr og er hverjum sem vaknar mynd af þér, hallelúja, hallelúja. Húmið kemur með hvíld og frið, helgaðar náðir barm þinn við. Þökkum Drottins dásemd ... 3 Stjörnunnar blik er bros frá þér, bróðir og vinur máninn er, hallelúja, hallelúja. Vindar sem strjúka vanga manns vilja tjá þína ást til hans. Þökkum Drottins dásemd ... 4 Vatnalindir með ljúfum klið leika og hjala manninn við, hallelúja, hallelúja. Eins færa grös og anganblóm ilman frá þínum helgidóm. Þökkum Drottins dásemd ... 5 Næturnar hvísla: Hér er bjart, himinn Guðs lýsir myrkrið svart, hallelúja, hallelúja. Loginn á arni, ljósið hvert, lýsir af þér sem Drottinn ert. Þökkum Drottins dásemd ... 6 Móðirin jörð með sárin sín seður og gleður börnin þín, hallelúja, hallelúja. Þrátt fyrir mannsins blóðgu braut blessar þú hennar móðurskaut. Þökkum Drottins dásemd ... 7 Lof fyrir hverja hlýja sál, helgaða breytni, verk og mál, hallelúja, hallelúja, alla sem láta ljósið þitt leiða viljann og hjartað sitt. Þökkum Drottins dásemd ... 8 Lof sé þér, Guð, fyrir' lífsins gjöf, ljósið þitt slökkvir engin gröf, hallelúja, hallelúja. Dauðinn birtist sem bróðir manns bjartur af sigri frelsarans. Þökkum Drottins dásemd ...


T Frans frá Assisi um 1225 – Olov Hartman 1979 – Sigurbjörn Einarsson 2005 – Vb. 2013
All Creatures of Our God and King
L Köln 1623 – Vb. 2013
Lasst uns erfreuen herzlich sehr / All Creatures of Our God and King

Eldra númer 840
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction