Sálmabók

476. Guð, allur heimur

Trúarlífið - Þakkargjörð fyrir gjafir Guðs

hymn notes
1 Guð, allur heimur, eins í lágu' og háu er opin bók um þig er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað sem margt er skrifað á um þig. 2 Þá morgunsólin upp í austri stígur á æðra himinljós hún bendir mér og þá er sólin hægt í vestri hnígur á hvíld og frið hún bendir mér hjá þér. 3 Þá allt til lífsins vorið fagra vekur það von til þín í brjósti glæðir mér og þegar aftur hausta' og húma tekur það hvetur mig að leita skjóls hjá þér. 4 Þá yfir löndin stormur geisar stríður með sterkum róm hann boðar almátt þinn og þá um vanga blærinn leikur blíður hann boðar þú sért ljúfur faðir minn. 5 Þá eldur skær með björtum loga brennur hann birtir skýrt að heit þín gæskan er og svalalind er sífellt áfram rennur, hún sýnir að þín miskunn aldrei þver. 6 Þá heyri' eg glaða himinfugla syngja, þeir hrósa þinni dýrð sem öllum skín og andvörp þau er einatt hjörtun þyngja þó upp um síðir leita, Guð, til þín. 7 Ó, veit mér, Guð, þín verk ég skoða megi, þau veri jafnan hjartans unun mín. Og þótt þín hátign holdið stundum beygi mitt hjarta reisir aftur náðin þín.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Andreas P. Berggreen 1856 – PG 1878
Tænk, når engang den tåge er forsvunden

Eldra númer 20
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction