Sálmabók

473. Englar hæstir, andar stærstir

Trúarlífið - Þakkargjörð fyrir gjafir Guðs

hymn notes
1 Englar hæstir, andar stærstir, allir lofi Drottins nafn. Allt sem andar, allt sem lifir, uppi, niðri, himnum yfir dýrki, lofi Drottins nafn. 2 Himinn fagur, hver einn dagur, hver ein nótt með stjörnusafn, stormar, þrumur, hvað sem hræðir, hvað sem vekur, örvar, glæðir lofi Herrans heilagt nafn. 3 Æðstum Drottni aldrei þrotni eilíft lof og þakkargjörð. Syngið feður, syngið mæður, syngið niðjar, menn og bræður. Heiðri Drottin hæð og jörð.


T John S. Blackie 1840 – Matthías Jochumsson – Vb. 1924
Angels holy, high and lowly
L Þorkell Sigurbjörnsson 1973 – Vb. 1976

Eldra númer 25
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction