Sálmabók

464b. Þú heyrir, Guð, að hrópar

Trúarlífið - Sköpun Guðs og ábyrgð manns

hymn notes
1 Þú heyrir, Guð, að hrópar á hjálp þín dimma jörð. Ó, vek þá von að nýju sem var að engu gjörð. Allt skapar heilög höndin þín. Í dauðans dapra heimi þinn dagur rís og skín. 2 Já, send að nýju sumur með sól og tæran blæ og blóm og barnagleði með bros á mold og sæ er færi boð um frið og sátt að vér sem vinir elskum þá veröld sem þú átt.


T Svein Ellingsen, 1978 – Sigurbjörn Einarsson 1985 – Vb. 1991
O Herre! Lytt til ropet
L Hörður Áskelsson 1985 – Vb. 1991

Eldra númer 546
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction