Sálmabók

455. Þú, Guð, ríkir hátt

Trúarlífið - Sköpun Guðs og ábyrgð manns

hymn notes
1 Þú, Guð, ríkir hátt yfir hverfleikans straum sem hönd þín ein megnar að leiða, lát vald þitt í aldanna veltandi glaum þinn vegsemdarljómann út breiða. 2 Ó, Herra, sem birtir þín himnesku spor í heimsrás og lífinu þjóða, það gef að til hamingju verk snúist vor og verði til sigurs því góða. 3 Og hrek þú jafnt myrkur sem falsljós oss frá svo förum af réttri leið eigi en sigurbjört lýsi þín sólin oss há á sannleiks og réttlætis vegi. 4 Þú blessar hvert verk sem er byrjað í þér, oss byrja lát þínum í anda, það allt sem vér plöntum sinn ávöxt þá ber og allt sem vér byggjum mun standa. 5 Til ættlandsins himneska blítt þú oss bend og blessa vort ættland á jörðu, þess framfarir styð þú og farsæld því send, ó, faðir, en væg því við hörðu.


T Steingrímur Thorsteinsson – Sb. 1886
L Johan P.E. Hartmann 1852 – JH 1885
Til himlene rækker din miskundhed

Eldra númer 517
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction