Sálmabók

449. Hve margt er það líf

Trúarlífið - Sköpun Guðs og ábyrgð manns

hymn notes
1 Hve margt er það líf sem í moldinni býr, það mundu og gæt þar að, hvar svolítið hræddur burt snigillinn flýr og smámaurinn nagar blað. Og fiðrildavængi og blómanna blöð ég bið þig ei skemma nú, því víst mega fiðrildin vera eins glöð á vorin sem ég og þú. 2 Hjá lítilli þúfu er lóa á kreik, hún læddist um urð og mel. Við ólukkans varginn er alla tíð smeyk og eggin sín felur vel. Æ, syngdu nú, lóa, þinn lofgjörðaróð um lífið og hreiðrið þitt og minntu hvern á sem að heyrir það hljóð að hugsa um búið sitt. 3 Er þrösturinn hljóðnar og sólin er sest ég sitja við gluggann má og spenna þar greipar í birtu sem berst svo brosmildum stjörnum frá. Og þá fyrir sjúkum og beygðum ég bið að berir þeim vor í geð með fugli og blómi, Guð, leggðu þeim lið og láttu þau gleðjast með.


T Britt G. Hallqvist 1. og 3. vers, 1972 – Kristján Valur Ingólfsson 1975, 1995 – Vb. 2013
L Hjálmar H. Ragnarsson 1995 – Vb. 2013

Eldra númer 837
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction