Sálmabók

448. Það sem augu mín sjá

Trúarlífið - Sköpun Guðs og ábyrgð manns

hymn notes
1 Það sem augu mín sjá er þín sól og þitt sumar um úthöf og lönd. Ég á von og þú veist hvar ég stend, ég á veröld sem talar sitt mál. Ég elska, faðir, grasið grænt og gullið skin og hlýjan blæ, ég elska, faðir, lind í mó og lítinn fugl við ský. Mér skín við augum sköpun hrein og ný. 2 Með þér skapa ég umhverfið allt sem er umgjörð míns lífs hér á jörð og þú gafst mér þess auð og þess arð og þess eyðing og vernd er mér skylt. Ég elska, faðir ... 3 Blástu, vindur minn, þar sem þú vilt um hinn víða og frjósama garð því ég held þar í von minni vörð hvort sem verða mun hlýtt eða kalt. Ég elska, faðir ... 4 Lát anda þinn gæta hans, Guð, og garðstíg hvern óma af söng. Sjá, litrófið glóir. Ég geng undir glitrandi regnbogans hlið. Ég elska, faðir ...


T Hjörtur Pálsson 2007 – Vb. 2013
L Ragnhildur Gísladóttir 2007 – Vb. 2013

Eldra númer 842
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction