Sálmabók

433a. Þú, Guð míns lífs

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. 2 Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. 3 Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga og sýndu miskunn öllu því sem andar en einkum því sem böl og voði grandar. 4 Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa.


T Matthías Jochumsson – Sb. 1886
L Andreas P. Berggreen 1828 – PG 1878
Et kors det var det hårde, trange leje

Eldra númer 509
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction