Sálmabók

413. Ljósi þínu mætum við, ó, Guð

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Ljósi þínu mætum við, ó, Guð, í morgunkyrrð. Af miskunn þinni fæðist dagur hver. Við þiggjum líf og styrk og þakklát biðjum þig um blessun, hjálp og hlíf yfir atvik, yfir vinafjöld og eigin hag. Gef, ó, Guð, ég gagnist þér á götu minni, í nálægð þinni vaknar von og líf. 2 Máttar þíns við leitum hér, ó, Guð, um miðjan dag. Því miðja lífs og heims og alls ert þú. Við lútum þér í þökk og lofum nafnið þitt, þú vísar okkur veg til hins snauða og til þess sem þarf að þiggja hjálp. Gef, ó, Guð, ég gagnist þér á götu minni, í nálægð þinni vaknar von og líf. 3 Þegar kvöldar komum við til þín í kyrrð og frið. Í þína hönd við leggjum liðinn dag og allt sem var og er og ekki náði fram og það sem fullnað var. Breyt í blessun því sem visnað er og vek það upp. Gef, ó, Guð, ég gagnist þér á götu minni, í nálægð þinni vaknar von og líf.


T Kristján Valur Ingólfsson 2007 – Vb. 2013
L Hildigunnur Rúnarsdóttir 2007 – Vb. 2013

Eldra númer 934
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction