Sálmabók

407. Enn hraðar sólin sér

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Enn hraðar sólin sér af svefni' að kalla, býst gulli brekkan hver og brúnir fjalla. Gleð þig, mín sál, og minnst Guðs miklu gæða og hef þig hátt frá jörð í helgri þakkargjörð til himnahæða. 2 Enn hefur hann í nótt með himna liði ég svo að svæfi rótt í sælum friði frá mér og mínum hættum öllum hrundið. Frá dauðans dimmum stig enn Drottinn frelsti mig, enn brá ég blundi. 3 Hans náð ég nú mig fel með nýjum degi og treysti vernd hans vel er víst bregst eigi. Hann mun í dag enn megn og krafta veita svo megi' eg minni' í stétt, hvar mig hann hefur sett, hans lofs æ leita. 4 Hann hverja þekkir þrá og þörf míns hjarta, hans valdi' eg allt veit á, ég ei skal kvarta – minn eigin hag er engin von ég skilji. Guðs höndum hann er í, seg hugrökk, önd mín, því: „Guðs verði vilji.“


T Thomas Kingo 1674 – Stefán Ólafsson – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751 – Stefán Thorarensen – Vb. 1861
Nu rinder solen op af østerlide
L Hardenack O.C. Zinck 1796 – PG 1861
Nu rinder solen op af østerlide

Eldra númer 446
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction