Sálmabók

406a. Þann signaða dag

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Þann signaða dag vér sjáum enn með sólunni' af djúpi rísa. Oss alla það veki, auma menn, að oss virðist Drottinn lýsa. Því lýsi vor verk oss, ljóssins börn, að lengur ei myrkrin hýsa. 2 Þá signuðu stund, þá sælu nátt er sonur Guðs blíður fæddist, þá ljómaði' af degi' í austurátt og ógurlegt myrkrið hræddist og ljúflega breiddist ljós um heim, allt lífið að nýju glæddist. 3 Þó strá hvert á jörðu' og lilja' í lund og lauf fengi röddu skæra og allt vildi Guði alla stund með englunum lofsöng færa sú vegsemdin yrði döpur og dauð mót dýrðinni ljóssins kæra. 4 Af gröfinni rís með gull í mund hinn glóandi morgunblómi, með kórónu gullna kvöldsins stund loks kemur í góðu tómi, þá leikur svo dátt á brá með blund hinn blessaði aftanljómi. 5 Til föðurlands vors svo förum heim, þar framar ei rennur dagur. Borg lifanda Guðs í löndum þeim og ljóminn svo undrafagur oss tekur þá við – þar endar ei vor indæli sæluhagur.


T Sænsk-danskur miðaldasálmur – Sb. 1589 – Nikolaj F.S. Grundtvig 1826 – Stefán Thorarensen – Vb. 1861
Den signede dag, som nu vi ser
L Christoph E.F. Weyse 1826 – PG 1861
Den signede dag med fryd vi ser

Eldra númer 447
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction