Sálmabók

404. Guð sem skapar líf og ljós

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Guð sem skapar líf og ljós lætur vakna hverja rós. Hann er Guð sem gefur þér góðan dag og einnig mér. 2 Myrkrið hrekur hann á braut, hjálpar vel í sorg og þraut. Hvert sem leiðin liggur þín lýsir hann þér heim til sín. 3 Láttu, Drottinn, lýsa enn ljósið þitt svo allir menn hér á jörðu, hvar sem er, heiðri þig og fylgi þér.


T Kristján Valur Ingólfsson 1994 – Sb. 1997
L Hjálmar H. Ragnarsson 1995 – Sb. 1997

Eldra númer 702
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction