Sálmabók

400. Ó, Drottinn, ljós og lífið mitt

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Ó, Drottinn, ljós og lífið mitt, ég lofa' og mikla nafnið þitt, þig lofi allt sem anda hrærir og allt sem blessar þú og nærir. Nú ljómar dýrðardagur nýr en dimman nætur burtu flýr. 2 Það allt sem lifir lífgar þú með ljósi þínu, faðir, nú, og endurnærður elsku þinni ég enn þá rís úr hvílu minni og minnist þess að miskunn þín í morgunsólar geislum skín. 3 Þitt blessað ljós nú minnir mig á mína skyldu' að elska þig sem það af náð mér lýsa lætur svo leggi' á flótta dimman nætur. Þín dýrðleg sól því segir mér: Æ, sjá, hve góður Drottinn er. 4 Þitt blessað ljós sem lýsir mér til ljóssins iðju kallar hér. Æ, lát mig allt í ljósi vinna í ljósi sannleiks orða þinna, í ljósi þínu ljósið sjá og ljóssins barna hnossi ná.


T Páll Jónsson – Vb. 1861
L Sænskt handrit frá 1694/95
Han lever! O min ande, känn

Eldra númer 455
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction