Sálmabók

4. Gjör dyrnar breiðar

Kirkjuár - Aðventa og jól

hymn notes
1 Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Þú, Herrans kristni, fagna mátt því kóngur dýrðar kemur hér og kýs að eiga dvöl hjá þér. 2 Hann býður líknar blessað ár, hann býður dýpst að græða sár, hann býður þyngstu' að borga sekt, hann býður aumra' að skýla nekt. 3 Sjá, mildi' er lögmál lausnarans, sjá, líkn er veldissproti hans. Því kom þú, lýður kristinn, nú og kóngi dýrðar fagna þú. 4 Hve sælt það land, hve sælt það hús er sælugjafinn líknarfús sér trútt og hlýðið fundið fær, þar friður, heill og blessun grær. 5 Hve sælt það hjarta ávallt er sem ást til Krists með lotning ber og honum í sér bústað býr, að bragði sorg öll þaðan flýr. 6 Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt, þig, hjarta, prýð sem best þú mátt og trúarlampann tendra þinn og til þín bjóð þú Jesú inn. 7 Ég opna hlið míns hjarta þér, ó, Herra Jesú, bú hjá mér að fái hjálparhönd þín sterk þar heilagt unnið náðarverk. 8 Ó, kom, minn Jesú, kom sem fyrst, ó, kom og mér í brjósti gist, ó, kom þú, segir sála mín, ó, seg við mig: Ég kem til þín.


T Georg Weissel 1623 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Macht hoch die Tür, die Tor macht weit
L Augsburg 1666 – Vb. 1991
O Heiland, reiß die Himmel auf

Eldra númer 59
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Sálm. 24.7–10

Uppáhalds sálmar

Under Construction