Sálmabók

397. Enn skín mér sólin skæra

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Enn skín mér sólin skæra og skeið sitt endar nótt sem hvíld mér veitti væra og vel minn hressti þrótt. Því lyftist lofgjörð mín á vængjum helgra hljóma mót hýrum árdagsljóma, minn góður Guð, til þín. 2 Þú einn veist hvað mér hagar og hjartans þekkir mál, þá dimman flýr og dagar lát daga' í minni sál og ljóma ljós frá þér. Við sérhvað sem ég geri, ó, sólarherra, veri þín ásýnd yfir mér.


T Steingrímur Thorsteinsson – Sb. 1886
L Hamborg 1598 – Gr. 1691
Aus meines Herzen Grunde

Eldra númer 453
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction