Sálmabók

395. Í þínu nafni uppvaknaður

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Í þínu nafni uppvaknaður er ég, Jesú, Guð og maður! 2 Lof sé þér fyrir líf og gæði, líkamans heilsu, föt og fæði, 3 og allt það þín óþreytt mildi aumum mér til leggja vildi. 4 Bið ég þig, minn blíði Herra, blessan þína ei lát þverra, 5 hegðan minni´ á hverjum degi haltu´ á sönnum dyggða vegi, 6 lát mig njóta ungdóms ára er þú barst í manndóm klára. 7 Gef uppfræði æsku mína andi þinn fyrir verkan sína 8 svo í ótta´ og elsku þinni ávöxt góðan færa kynni. 9 Hlýðni, tryggð og trúna bjarta tendra´ og nær í mínu hjarta 10 að mér svo með aldri hrönnum aukist náð hjá Guði´ og mönnum. 11 Heims og satans hrekkjasnörum hrind frá mér svo ei óvörum 12 mig ógætinn í sér festi eður dragi´ í synd og lesti. 13 Vernda mig frá voða öllum, vondum dauða´ og slysaföllum, 14 englar þínir að mér gæti engum svo ég meiðslum mæti. 15 Mitt verklag og miskunn þína mér lát vera unun mína. 16 Auk mér skilning orða þinna eru þau lampi fóta minna. 17 Gef mér jafnan gott að læra, góðlyndum við alla vera, 18 varfærum í velgengninni, vongóðum, þó raunir finni. 19 Ljúfi Jesú, með lífi’ og öndu legg ég mig í þínar hendur, 20 þar vil ég fús að lyktum lenda. Lofaður sértu utan enda.


T Hallgrímur Pétursson, 1759 – Vb. 2013
L Íslenskt þjóðlag – ÍÞ 1906 – Vb. 2013

Eldra númer 928
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction