Sálmabók

393. Í Jesú nafni ég upp rís

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Í Jesú nafni ég upp rís, ó, Jesú, þér sé lof og prís, þú verndaðir mig nú í nótt frá neyð og angist, kvöl og sótt. 2 Blessað dagsljósið lést mig sjá, leystir svo myrkurs ógnum frá heill og ósjúkur að ég er, ó, góði Jesú, lof sé þér. 3 Verkin mín, Drottinn, þóknist þér, þau láttu öll vel takast mér, ávaxtarsöm sé iðjan mín, yfir mér hvíli blessun þín. 4 Lof sé föðurnum lesið og tjáð, lof sé vors Herra Jesú náð, lof helgum anda' á alla grein. Amen, lof sé þér þrenning hrein.


T Hallgrímur Pétursson, 1763 – Sb. 1972
L Martin Luther 1539 – Sb. 1589
Vom himmel hoch, da komm ich her

Eldra númer 451a
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction