Sálmabók

392. Oss minni sérhver morgunn á

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Oss minni sérhver morgunn á Guðs mildu föðurnáð er sveipar myrkrum sólu frá :,: og sendir geisla' um láð. :,: 2 Oss minni fögur morgunsól á morgunsól þá fyrst er skín hjá Drottins dýrðarstól: :,: vorn Drottin, Jesúm Krist. :,: 3 Oss minni ljúfur morgunblær á mætan sannleik þann að andi Guðs er æ oss nær :,: þótt ei vér finnum hann. :,: 4 Oss minni sérhver morgunn nýr á mildi' er aldrei dvín og sorgarmyrkrið svart að flýr :,: er sól Guðs líknar skín. :,: 5 Oss minni sérhver morgunstund á miskunn Drottins þá er lætur eftir banablund :,: oss betri morgun sjá. :,:


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Nikolaus Herman 1554 – PG 1878
Lobt Gott, ihr Christen alle gleich

Eldra númer 450
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction