Sálmabók

389. Hin mæta morgunstundin

Guðsþjónustan - Morgunn og kvöld

hymn notes
1 Hin mæta morgunstundin, hún minnir fyrst á þig sem væran veittir blundinn og vörð hélst kringum mig. Hvað er ég, Guð minn, þess að þér svo þóknast enn að líkna mér? 2 Ég hvíldist við þitt hjarta er hjá leið nóttin myrk. Nú ljómar ljósið bjarta og líf og nýjan styrk þín nýja miskunn nú mér ljær á nýjum morgni, faðir kær. 3 Því vil ég vegsemd nýja þér vanda, Drottinn minn, með trausti til þín flýja og tigna vilja þinn. Það veri' í dag mitt verk og mið, æ, veit mér til þess kraft og lið. 4 Mín innsta hjartans iðja og unun sé það nú að vaka vel og biðja í von á þér og trú og svo í friðarfaðminn þinn að fela allan lífshag minn. 5 Þá skal ég óttast eigi, þinn engill fylgir mér, og þótt í dag ég deyi, þá djörfung samt ég ber til þín, ó, Guð, að gull í mund mér geymi þessi morgunstund.


T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Bjarni Pálsson – JH 1891

Eldra númer 454
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction