Sálmabók

388. Í þennan helga Herrans sal

Guðsþjónustan - Vígsla - Kirkjuvígsla

hymn notes
1 Í þennan helga Herrans sal vort hjarta leita griða skal því úti herjar heift og stríð en hér er eilíf blíðutíð. 2 Í þennan helga Herrans sal úr heimsins glaumi bera skal vor börn að skærri skírnarlind að skapist þau í nýrri mynd. 3 Í þennan helga Herrans sal úr heimsins solli ganga skal hinn ungi fram, svo festi eið að finnast trúr í lífi' og deyð. 4 Og hér skal vígt hvert heilagt band til heilla fyrir þjóð og land og hér skal tilreitt Herrans borð og hér skal boðað lífsins orð. 5 Það orð sem græðir öll vor mein, það orð sem vermir kaldan stein, það orð sem kveikir kraft og móð og kallar líf í dauða þjóð. 6 Svo kom þú hingað, kristin sál, ó, kom með heilög lofsöngsmál, kom hingað klökk og hjartans fús, í heimi finnst ei betra hús. 7 Og þetta húsið helgum vér, ó, himna Drottinn, einum þér í Jesú trú með Jesú frið, í Jesú nafni halt því við.


T Matthías Jochumsson – Sb. 1886
L Kempten um 1000 – Erfurt 1524 – Sb. 1589
Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist

Eldra númer 269
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction