Sálmabók

387. Þú, Guðs kennimann

Guðsþjónustan - Vígsla - Prestsvígsla

hymn notes
1 Þú, Guðs kennimann, þenk um það, þar mun um síðir grennslast að hvernig og hvað þú kenndir, að lærisveinum mun líka spurt sem lét þitt gáleysi villast burt. Hugsa glöggt hvar við lendir. 2 Jesús vill að þín kenning klár kröftug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúðurs hljómi. Launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar Guðs dýrð en villir sál, straffast með ströngum dómi. 3 Ó, Jesú, láttu aldrei hér anda þinn víkja burt frá mér, leið mig veg lífsins orða svo hjartað bæði og málið mitt mikli samhuga nafnið þitt, holds girnd og hræsni forða.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 10
L Þýskt lag um 1504 – Nürnberg 1534 – Sb. 1589
„Kommt her zu mir” spricht Gottes Sohn

Eldra númer 266
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction