Sálmabók

385. Gef mér þinn kærleik, Kristur

Guðsþjónustan - Vígsla - Djáknavígsla

hymn notes
1 Gef mér þinn kærleik, Kristur, kom, ég vil helgast þér, ljósvana heimur leitar, leitar að þér hjá mér. 2 Móta þú mig að nýju, mynd þína í mér sjá, helga þú himni þínum hjarta míns innstu þrá. 3 Þér skal í hlýðni þjóna þrek mitt allt, vilji, mál. Þú, lífsins ljósið eina, lýs gegnum mína sál. 4 Umvef mig elsku þinni, öll veröld leitar þín. Láttu þá líf þitt finna sem líta og ná til mín.


T Arne H. Lindgren 1978 – Sigurbjörn Einarsson 1994
Öppna mig för din kärlek
L Roland Forsberg 1978
Öppna mig för din kärlek

Uppáhalds sálmar

Under Construction