Sálmabók

383. Hér þegar verður hold

Guðsþjónustan - Andlát og útför

hymn notes
1 Hér þegar verður hold hulið í jarðarmold sálin hryggðarlaust hvílir, henni Guðs miskunn skýlir. 2 Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn Guðs sálu mína mun taka' í vöktun sína. 3 Hvernig sem holdið fer hér þegar lífið þver, Jesú, í umsjón þinni óhætt er sálu minni. 4 Ég lofa, lausnarinn, þig sem leystir úr útlegð mig, hvíld næ ég náðarspakri nú í miskunnar akri. 5 Þú gafst mér akurinn þinn, þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka. 6 Hveitikorn þekktu þitt þá upp rís holdið mitt. Í bindini barna þinna blessun láttu mig finna.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 17
L Weisse 1531 – Sb. 1589
Vater im höchsten Thron

Eldra númer 279
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction