Sálmabók

380. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja

Guðsþjónustan - Andlát og útför

hymn notes
1 Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. 2 Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur. Hvar er vorið, spyrja börn um vetur. Dagur njólu dylur, daginn nóttin hylur, lífið oss frá eilífðinni skilur. 3 Því til hans sem börnin ungu blessar, biðjum hann að lesa rúnir þessar, heyrum hvað hann kenndi: Hér þótt lífið endi rís það upp í Drottins dýrðarhendi. 4 Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu' að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala.


T Matthías Jochumsson 1880 – Sb. 1945
L Sigfús Einarsson – Ssb. 1936
Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur

Eldra númer 282
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction