Sálmabók

379. Nú ertu leidd, mín ljúfa

Guðsþjónustan - Andlát og útför

hymn notes
1 Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri' en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. 2 Drottins í dýrðarhendi, Drottins barn, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú.


T Hallgrímur Pétursson 1645–1649 – Sb. 1945
L Tryggvi M. Baldvinsson 2017

Eldra númer 280
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction