Sálmabók

372. Kallið er komið

Guðsþjónustan - Andlát og útför

hymn notes
1 Kallið er komið, komin er nú stundin, vina skilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. 2 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. 3 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. 4 Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi glaðir vér megum þér síðar fylgja' í friðarskaut.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
Kallið er komið
L Þjóðlag frá Slésíu – Breslau 1842 – JH 1885
Schönster Herr Jesu

Eldra númer 271
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction