Sálmabók

369. Nú leikur blær um lífsins vor

Guðsþjónustan - Hjónavígsla

hymn notes
1 Nú leikur blær um lífsins vor og ljóma slær á gengin spor er Drottinn blessar stað og stund, við stefnum hingað á hans fund. 2 Í von um ást er vaki sönn og veiti gleði' í hvíld og önn. Þú, Drottinn, verndar heilög heit og hjónabandsins vígða reit. 3 Við eigum hvort hjá öðru skjól og okkur hlýjar lífsins sól. En annað ræðst af okkur tveim, að efla, byggja lítinn heim. 4 Og heimur sá er okkar allt er auðgar bæði hlýtt og svalt. Því allt mitt líf þú átt með mér og allt þitt líf ég á með þér. 5 Við lútum Kristi kærleikans, við krjúpum hljóð í nafni hans sem aldrei sínum börnum brást en blessar þeirra tryggð og ást.


T Hjálmar Jónsson 2004
L Marteinn H. Friðriksson 2004

Uppáhalds sálmar

Under Construction