Sálmabók

364. Æskunnar ljómi

Guðsþjónustan - Ferming

hymn notes
1 Æskunnar ljómi, undrun og kraftur, ólgan í blóðinu, rauðasta rós. :,: Nær en við höldum er heimsins ljós. :,: 2 Leitandi hugur, lífið sem bíður, löngun til afreka, verðskuldað hrós. :,: Nær en við höldum er heimsins ljós. :,: 3 Stöndum við heitið, staðföst í trúnni, stefnunni fylgjum til lands eða sjós. :,: Nær en við höldum er heimsins ljós. :,: 4 Fermingardagur, framtíðin bjarta, fljótið sem streymir í ævinnar ós. :,: Nær en við höldum er heimsins ljós. :,:


T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2010
L Sigurður Flosason 2010

Uppáhalds sálmar

Under Construction