Sálmabók

360. Konungur lífsins kemur hér til sala

Guðsþjónustan - Ferming

hymn notes
1 Konungur lífsins kemur hér til sala, kveður til fylgdar börnin jarðardala, undan þeim fer hann, friðarmerkið ber hann, frelsari er hann. 2 Fermingarbarn, til fylgdar þig hann krefur, fegurstu kosti eilífs lífs hann gefur, sakleysið verndar, sorg í gleði breytir, sigurinn veitir. 3 Styrki þig Guð að velja veginn rétta, viskan og náðin sveig úr rósum flétta, undan þér fer hann, friðarmerkið ber hann, frelsari er hann.


T Friðrik Friðriksson, 1907 – Sb. 1945
L Bjarni Þorsteinsson 1912

Eldra númer 258
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction