Sálmabók

359. Guð faðir sé vörður og verndari þinn

Guðsþjónustan - Ferming

hymn notes
1 Guð faðir sé vörður og verndari þinn svo veröld ei megi þér granda, hvert fet þig hann leiði við föðurarm sinn og feli þig sér milli handa. 2 Guðs sonur sé fræðari' og frelsari þinn, ei frá þér hans skírnarnáð víki, hann opni þér blessaðan ástarfaðm sinn og innleiði þig í sitt ríki. 3 Guðs andi sé hjálpari' og huggari þinn, í heimi þín vegferðarstjarna, hann hjálpi þér síðan í himininn inn að hljótir þú frelsi Guðs barna.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Johan P.E. Hartmann 1852 – JH 1885
Til himlene rækker din miskundhed, Gud

Eldra númer 253
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction