Sálmabók

343a. Andi þinn er sem úðaregnið

Guðsþjónustan - Ýmsir bæna - og lofsöngvar

hymn notes
1 :,: Andi þinn er sem úðaregnið, örar mitt hjarta slær, eyðilönd verða aldingarðar, allt blómstar og grær. :,: 2 Undur lífs, lækning það er, lausnarorð felur í sér. Söngur nýr, sem hljóma fer, sigurlag ómar í mér. 3 Leiðarstef á lífsins braut ljós þitt er í sæld og þraut. Auðnin varð að unaðsreit. Engan garð fegri ég leit.


T Roozbeh Najarnejad, 2017 – Terry MacArthur, 2017 – Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2021
Chon rizad / As the rain of your spirit pours out
L Roozbeh Najarnejad, 2017
Chon rizad

Uppáhalds sálmar

Under Construction