Sálmabók

305. Hér er heilög jörð

Guðsþjónustan - Samfélagið um Guðs borð

hymn notes
1 Hér er heilög jörð, Guðs náðar borð. Hér oss birtist Drottins máttarorð. Myrkrið þokar, tindrar trúarsól. :,: Guð er einn af oss við þetta borð. :,: 2 Engin fjarlægð, ekkert djúp né gjá, ekkert hulið, Guð er okkur hjá. Tíminn hverfur, tengist himinn jörð. :,: Guð er einn af oss við þetta borð. :,: 3 Hver fær skilið krafta Guðs og náð, kærleik hans og fórn í lengd og bráð? Lausnarorðið leysir þjáða sál. :,: Guð er einn af oss við þetta borð. :,: 4 Gríman fellur, græskulaus hver sál gengur fram að Drottins fórnarskál. Óttinn hverfur, angist skortir mál. :,: Guð er einn af oss við þetta borð. :,: 5 Nálægð, birta, ekki spurt um auð, einföld máltíð, vín og daglegt brauð. Himnesk veisla haldin jörðu á. :,: Guð er einn af oss við þetta borð. :,:


T Robert J. Stamps 1971 – Anders Frostenson 1974 – Þórhallur Heimisson 2010
In Christ there is a table set for all / Gud är en av oss vid detta bord
L Robert J. Stamps 1971 – Vb. 2013
CENÉDIUS / In Christ There Is a Table Set for All

Uppáhalds sálmar

Under Construction