Sálmabók

299. Vér lofum þig, Kristur

Guðsþjónustan - Samfélagið um Guðs borð

hymn notes
1 Vér lofum þig, Kristur, sem kemur og ert meðal þinna, vér tilbiðjum undrið að oss viltu muna og finna. 2 Og allt það sem spillti vor uppreisn gegn þér viltu bæta því dauðinn í oss þínu upprisulífi skal mæta. 3 Sem þjónn vor og bróðir hér ertu og allt viltu gefa oss börnunum snauðum og blindum af vantrú og efa. 4 Það líf sem oss týndist þín trúfesti aftur oss gefur, þú gefur þig sjálfan við borðið sem blessað þú hefur. 5 Og vér, sem þig svikum, í lofsöng og fögnuði færumst frá dauða til lífs er vér þiggjum og neytum og nærumst. 6 Vér tilbiðjum undrið að oss viltu muna og finna, vér lofum þig, Kristur, sem kemur og ert meðal þinna.


T Svein Ellingsen 1976 – Sigurbjörn Einarsson 1984 – Vb. 1991
Vår lovsang skal møte deg, Kristus
L Harald Gullichsen 1976 – Vb. 1991
Vår lovsang skal møte deg, Kristus

Eldra númer 587
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction