Sálmabók
298. Það sé mér hjartkær, heilög stund
Guðsþjónustan - Samfélagið um Guðs borð
Það sé mér hjartkær, heilög stund,
minn Herra', að þinn ég sæki fund
og heyri við þitt blessað borð
mér boðuð þau hin miklu orð
að hold og blóð þitt hlotnist mér
svo hafi' eg eilíft líf í þér,
þú lambið Guðs sem offrað er.
T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Hohenfurth um 1450 – Horn 1544 – Sb. 1589
In natali Domini / Da Christus geboren var / Singen wir aus Herzensgrund
Eldra númer 232
Eldra númer útskýring T+L