Sálmabók

286. Guð sem skapað hefur heiminn

Guðsþjónustan - Trúarjátning

hymn notes
1 Guð sem skapað hefur heiminn, himin, jörð og mannfólkið, gefur okkur lífið, ljósið, líka öllu heldur við. Allt hið góða’ um veröld víða veldi sýnir skaparans. Hann er faðir okkar allra, einnig ég er barnið hans. 2 Jesús, Guðs hinn góði sonur, gerðist maður, kom á jörð til að lækna, til að hugga tók hann á sig kjörin hörð. Lagði veginn heim til himins, hann á krossi dauðann vann. Jesús segist vilja vera vinur minn. Ég trúi’ á hann. 3 Helgur andi alla daga er að hjálpa vinum hans svo þeir geti sáttir lifað samkvæmt vilja frelsarans. Boðin hans í Biblíunni benda mér á réttan veg. Mínar bænir hann og heyrir, honum lofgjörð færi ég.


T Eyvind Skeie 1980 – Gunnar M. Sandholt 1986
Gud har laget hela jorden (... laga heila jorda)
L Trond H.F. Kverno 1973
Gud har laget hela jorden (... laga heila jorda)

Uppáhalds sálmar

Under Construction